Reykjavík, 31.7.2020

 

Efni: Tilkynning um veltutryggingu og breytingu á uppgjörstíðni

Kæri viðskiptavinur,

Það tilkynnist hér með, með tilvísun til XIII. kafla viðskiptaskilmála Borgunar, að til tryggingar viðskiptum þínum við Borgun verður sett á svokölluð veltutrygging frá og með 1. október 2020.

Með veltutryggingu er átt við að Borgun heldur eftir 10% heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Veltutryggingu er haldið eftir í 6 mánuði. Dregið verður af uppgjöri í fyrsta skipti þann 1. október 2020.

Um veltutryggingu gilda ákvæði viðskiptaskilmála Borgunar á hverjum tíma.

Það tilkynnist einnig hér með, með tilvísun til IX. kafla viðskiptaskilmála Borgunar, að uppgjörstíðnin verður mánaðarleg frá og með 7. ágúst 2020 hjá þeim sem eru ekki nú þegar í mánaðarlegu uppgjöri.

Ofangreindar breytingar eru gerðar til varnar aukinni endurkröfuáhættu.

 Virðingarfyllst,
 Borgun hf.


   ***


English version:



RE: A notification of Rolling reserve and settlement frequency 

Dear Customer,

With reference to chapter XIII. of Borgun´s Terms and Conditions a Rolling reserve will be established as of October 10th, 2020.

Rolling reserve is established with a regular deduction at 10% of the transaction value of settlement payments. The deduction of the settlement will be performed for the first time on October 1st 2020.

The Rolling Reserve is held for a period of 6 months.

Further, as of August 7th, 2020 the frequency of number of settlement days will be changed to monthly. This does not apply to those who are already in monthly settlements.These changes are made with reference to chapter IX. of Borgun´s Terms and Conditions.

The above changes are being implemented to mitigate chargeback risk.

 Sincerely,
 Borgun hf.

 
FÁ TILBOÐ Í VIÐSKIPTI

Þessi vefsíða styðst við vafrakökur

SaltPay notar vefkökur m.a. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Nánari upplýsingar um vefkökunotkun