Sala um borð í flugvélum
Borgun býður sérhæfðar lausnir fyrir flugfélög til að taka við greiðslum í háloftunum. Sala í háloftunum þar sem umhverfið er ekki nettengt er flókið en í samstarfi við fremstu birgja heims í þessum lausnum hefur Borgun tekist að vera leiðandi á þessum sérhæfða markaði.
Lausnir Borgunar hafa reynst vel þegar kemur að því að taka á móti öllum helstu kortategundum heims með framúrskarandi móttökuhlutfalli.
Meðal flugfélaga sem nýta sér lausn Borgunar eru:
Icelandair, ALS Airlines, Servair, Transavia og Jet2