Viðskiptaskilmálar Viðskiptareiknings Distro
1.Útgáfa korts, gildistími
1.1.Viðskiptareikningur Distro er gefinn út af Distro ehf. í samstarfi við SaltPay hf.. Um er að ræða hefðbundin reikningsviðskipti. Viðskiptareikningur Distro hefur eiginleika viðskiptakorts en er gefinn út án hins eiginlega korts. Viðskiptareikningar Distro eru eingöngu ætlaðir til notkunar á vefsíðu Distro samkvæmt ákvæðum viðskiptaskilmála þessara, notkunarheimildum og reglum um reikninginn eins og þær eru á hverjum tíma.
1.2.SaltPay áskilur sér rétt til að leita allra nauðsynlegra upplýsinga til að afgreiða umsókn og stofna Viðskiptareikning Distro. SaltPay áskilur sér einnig rétt til að hafna umsókn um Viðskiptareikning án þess að tilgreina ástæðu.
2.Samþykki
2.1. Í umsókn um Viðskiptareikning Distro ber umsækjanda að kynna sér vandlega og staðfesta með haki viðskiptaskilmála þessa. Með staðfestingu skilmála í umsókn og/eða fyrstu notkun reiknings samþykkir umsækjandi að fara eftir skilmálum þessum.
3.Almenn notkun kortsins
3.1.Reikningshafi hefur einn heimild til að framkvæma úttektir í gegnum Viðskiptareikning.
3.2. Reikningshafi skuldbindur sig til að fara ekki umfram heimiluð úttektarmörk sín á hverjum tíma.
3.3. Viðskiptareikning Distro er einungis heimilt að nota til greiðslu með rafrænum hætti á vefsíðu Distro þar sem við lok greiðslu er valinn valmöguleikinn að „greiða með viðskiptareikningi Distro “.
3.4. Reikningshafi skuldbindur sig til að varðveita aðgang sinn að vefsíðu Distro þannig að óviðkomandi aðili geti ekki komist yfir reikninginn.
4.Kortaviðskipti og greiðsluskil
4.1.Almennt úttektartímabil fyrir Viðskiptareikning Distro er tímabilið 27. – 26. hvers mánaðar. Reikningshafi skuldbindur sig til að greiða að fullu allar þær úttektir sem réttilega hafa verið gefnar út á reikning. Skuldbindingin tekur til allra heimilaðra úttekta á vefsíðu Distro.
4.2. Fyrirtæki bera ábyrgð á öllum úttektum á viðskiptareikningum sem gefnir eru út á einstaklinga á vegum fyrirtækisins. Skuldbindingin tekur til allra heimilaðra úttekta á vefsíðu Distro.
5.Eindagi greiðslna
5.1.SaltPay sendir reikningshöfum mánaðarlega reikningsyfirlit. Eindagi greiðslna er 2. dagur hvers mánaðar eða næsta virka dag þar á eftir. Hafi greiðsla ekki borist SaltPay á eindaga reiknast vanskilavextir af úttektum frá eindaga til greiðsludags, eins og þeir eru auglýstir af Seðlabanka Íslands hverju sinni. SaltPay /Distro áskilur sér rétt til að loka fyrir frekari viðskipti, þar til gjaldfallin skuld hefur verið að greidd að fullu.
5.2.Hafi reikningshafi óskað eftir skuldfærslu á eindaga vegna reikninga og ekki reynist vera næg innistæða á skuldfærslureikningi á skuldfærsludegi, verður reynt áfram að skuldfæra vegna skuldar í 30 daga.
6.Ábyrgð á færslum
6.1.Komi upp ágreiningur milli reikningshafa og Distro vegna afhendingar á vöru eða þjónustu skal slíkum kvörtunum beint til Distro.
6.2. Ef reikningshafi hefur athugasemd við færslu á reikning, skal hann senda athugasemd til Distro innan 10 daga frá eindaga reiknings.
6.3. Telji reikningshafi að reikningur hans hafi verið notaður með sviksamlegum hætti ber honum að tilkynna það án tafar til Distro. Í öllum tilvikum þegar grunur um sviksamlega notkun er að ræða ber SaltPay /Distro að loka reikningi. Reikningshafa ber skylda til að aðstoða SaltPay /Distro við vinnslu málsins og lágmarka tjónið eins og kostur er.
7.Þjónustugjöld/gjaldskrá
7.1.Útskriftargjald er innheimt af SaltPay fyrir útsenda gíró- og skuldfærsluseðla.
8.Afturköllun og ógilding
8.1.SaltPay /Distro er heimilt að loka Viðskiptareikningi Distro án fyrirvara sé uppi grunur um misnotkun. Misnotkun getur varðað við lög m.a. 249. gr. alm. hgl.
9. Persónuvernd
9.1.Í tölvukerfi SaltPay hf. verða vistaðar upplýsingar um reikningshafa. Upplýsingar sem um ræðir eru m.a. kennitala, heimilisfang og aðrar þær upplýsingar sem aðilar hafa veitt við umsókn.
9.2. Allar upplýsingar um reikninga og notkun eru vistaðar í tölvukerfi SaltPay hf.
9.3. Vinnsla og geymsla upplýsinga skal vera í samræmi við það sem nauðsynlegt er til starfrækslu greiðslumiðlunar. SaltPay hf. mun auk þess gæta þess að vinnsla og vistun persónuupplýsinga sé ætíð í samræmi við gildandi lög og reglur.
9.4. Ábyrgðaraðili vinnslu er SaltPay hf.
10.Breytingar á skilmálum
10.1. Distro áskilur sér allan rétt til breytinga á skilmálum þessum. Breytingar á skilmálum skulu tilkynntar á vefsíðu Distro eigi síðar en 15 dögum áður en breyttir skilmálar taka gildi. Í tilkynningu um breytta skilmála skal taka fram í hverju breytingarnar felast og rétt reikningshafa til að slíta viðskiptum. Sé Viðskiptareikningur Distro notaður eftir að breyttir skilmálar taka gildi, telst reikningshafi samþykkur breytingum.
10.2. Fallist reikningshafi ekki á breytta viðskiptaskilmála, getur hann slitið viðskiptum með því að tilkynna Distro um það.
11.Gildandi lög
11.1. Um túlkun viðskiptaskilmála þessara, sem og úrlausn mála sem upp kunna að rísa vegna notkunar Viðskiptareiknings Distro skal fara eftir íslenskum lögum.
11.2. Kröfumál gegn korthafa vegna viðskipta hans með Viðskiptareikning Distro má reka gegn honum í því landi þar sem hann telst hafa fasta búsetu hverju sinni, skv. 2. mgr. 1.gr. l. nr. 21/1990 um lögheimili.
11.3. Mál sem rísa vegna brota á skilmálum þessum má reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skilmálar þessir tóku gildi þann 10. apríl 2017